Stólpi fyrir Windows
Samvirkni ehf. notast meðal annars við viðskiptahugbúnaðinn Stólpa og starfar í náinni samvinnu við Stólpa Viðskiptalausnir ehf. um samþættingu bókhalds, uppgjörs og innleiðingu Stólpa fyrir önnur fyrirtæki. Stólpi er sveigjanlegt bókhalds- og upplýsingakerfi með lausnir fyrir flestar gerðir atvinnurekstrar. Með Stólpanum geta fyrirtæki valið um þau kerfi sem henta hverju sinni s.s. fjárhagsbókhald, launa,- sölu,- og viðskiptamannabókhald svo eitthvað sé nefnt. Einnig býður Stólpinn upp á sérsniðnar lausnir, viðbætur á kerfum síðar eða stækkun eftir þörfum.
Færsla bókhalds
Bókhaldssvið Samvirkni þjónustar stærri og smærri fyrirtæki og veitir viðskiptavinum alla þá þjónustu sem lýtur að rekstrarhaldi fyrirtækja.
Samvirkni leggur áherslu á að bókhald sé fært jafnóðum m.a. til að auðvelda virðisaukaskil á tveggja mánaða fresti.
Launaútreikningar
Samvirkni tekur að sér að reikna út mánaðarlaun starfsmanna og ganga frá skilagreinum fyrir staðgreiðslu, lífeyrissjóð, orlof og félagsgjöld.