Framleiðslukerfi

 

Framleiðslukerfið geymir uppskriftir að vörum og eins má hafa íhluti á eins mörgum framleiðslustigum og óskað er. Prenta má framleiðsluseðla og við framleiðslu setur kerfið inn á lager tilbúnar vörur og mínusar vörunotkun samkvæmt uppskrift. Hægt er að hafa mörg framleiðslustig. Framleiðslukerfið vinnur samkvæmt uppskrift á meðan verkbókhaldið er notað til að skrá raunverulega vinnu, tækja- og efnisnotkun. Í sumum tilvikum er þörf fyrir bæði kerfin.

Við framleiðslu má láta kerfið skrá inn á lager og ekki síður minnka birgðir í samræmi við framleitt magn. Með þessu fæst betra eftirlit með rýrnun. Vinnutíma er hægt að uppfæra á sama hátt til að fylgjast með tímanýtingu.

 

Svæði

Samvirkni Ehf.

Hafnarstræti 97 / 600 Akureyri
Sími 460 5200 / Símbréf 460 5201
Samvirkni@samvirkni.is

Skráning á póstlista