Stimpilklukkukerfið heldur utan um mætingareglur, reiknar út vinnutíma og skilar tímum í launakerfið og verkbókhaldið ef óskað er. Nota má margvíslegar aðferðir við tímaskráningar, s.s. lyklaborðið, segulkort, strikamerkjalesara, stimpilklukkur, nándarlesara eða GSM síma. Auðvelt er að aðlaga kerfið frjálsum vinnutíma og vaktavinnu. Vinnutíma starfsmanna er skilað inn í launakerfi, mælingakerfi eða verkbókhald eftir því sem við á. Tenging við önnur kerfi gerir samskipti möguleg fyrir hin ýmsu skráningatæki sem í boði eru s.s. fingraskanna, augnskanna, nándarklukkur, segulkortalesara, Tímon, hugsklukkur eða aðrar skráningastöðvar.