Birgðakerfi

 

Birgðakerfið heldur utan um allar stofnupplýsingar birgða og geta vörulýsingar verið eins nákvæmar og óskað er. Fjölbreyttir birgða- og verðlistar sem einnig má hanna að eigin vild. Hægt að sjá hreyfingar mörg ár aftur í tímann. Gert er ráð fyrir strikamerkjaskráningu við vörumóttöku, sölu- og birgðauppgjör. Kerfið getur haldið utan um marga lagera, birgja og tungumál. Þá er hægt að halda utan um sundurliðuð birgðauppgjör. Aðlaga má m.a. birgðalista og talningalista eftir staðsetningum. Í sölukerfinu er gert ráð fyrir að velja lager og einnig er hægt að vinna eftir deildarskiptingu þannig að viðkomandi lager er sjálfgefinn og hann einn sést á skjánum við gerð reikninga. Gerð hefur verið einföld vinnsla í sölukerfinu fyrir millilagerssölu sem venjulega þarf aðgerameð birgðaskráningu en hana má að sjálfsögðu einnig nota á hefðbundinn hátt. Hægt er að skrá uppskriftir í kerfið sem hentar t.d. fyrir sölu á tölvupakka þar sem skjár, lyklaborð og prentari fylgir. Við sölu fer rétt út af lager og framlegð deilist hlutfallslega rétt á allar vörur. Kerfið býður upp á að lesa inn rafræna reikninga frá birgjum. Þeir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og getur Stólpi bæði lesið XML og EDI reikninga.

 

Svæði

Samvirkni Ehf.

Hafnarstræti 97 / 600 Akureyri
Sími 460 5200 / Símbréf 460 5201
Samvirkni@samvirkni.is

Skráning á póstlista