Kerfisleiga og hýsing
Samvirkni býður fyrirtækjum og einstaklingum með rekstur upp á kerfisleigu á Stólpa
viðskiptahugbúnaði í hýsingu hjá Samvirkni. Innifalið í kerfisleigunni er viðhaldssamningur sem tryggir uppfærslu á öllum
nýjungum og breytingum sem verða á kerfinu. Einnig er kerfið vottað sem rafrænt bókhald en þá má prenta reikninga í einriti án
þess að fornúmera þá. Innifalið í hýsingunni er dagleg afritun ásamt vírusvörn. Þau kerfi sem eru í kerfisleigu koma
uppsett með bókhaldslyklum, launatengingum og tilbúin til notkunar. Handbók ásamt vottun fylgir.
Fyrirtæki/einstaklingar velja þau kerfi sem þeim hentar. Kerfin eru leigð út með mismunandi færslufjölda allt eftir umfangi og stærð
fyrirtækjanna. Einfalt er að fjölga kerfum, stækka eða minnka færslufjölda. Þannig býður kerfisleigan upp á sveigjanleika
í takt við mismunandi ytri og innri aðstæður í rekstri fyrirtækja.
Stólpi viðskiptalausnir
Samvirkni í samráði við Kerfisþróun býður viðskiptavinum sínum að leigja
umsaminn hugbúnað í ótakmarkaðan tíma og er viðhaldssamningur innifalin í kerfisleigunni. Samningurinn er uppsegjanlegur með þriggja
mánaða fyrirvara að beggja hálfu. Kerfisleigan felur í sér að kaupandi kaupir af seljanda afnotarétt af umsömdum hugbúnaðarkerfum.
Seljandi skuldbindur sig til að láta kaupanda í té a.m.k. eina nýja útgáfu af kerfunum á ári án sérstaks endurgjalds
meðan samningurinn er í gildi.