Sölukerfi

Sölukerfið er hannað fyrir rafræna reikninga í einriti. Í kerfinu er hægt að útbúa tilboð sem mögulegt er að breyta í pöntun eða frátekt og að lokum prenta út sem reikning. Hægt er að sjá framlegð einstakra reikninga, tilboða og pantana. Geyma má fastar pantanir og samninga. Reikningsútskrift sækir vörur í birgðakerfið en einföld verðskrá fylgir fyrir þá sem ekki nota birgðakerfi. Kerfið er notendavænt með góðri sölu- og framlegðargreiningu. Gert er ráð fyrir reikningum í einriti með áföstum greiðsluseðli ef óskað er. Reikninga má senda rafrænt bæði í XML og á læsilegu formi. Hægt er að velja mismunandi útlit á reikningum, lesa inn verðskrá frá birgjum, skilgreina afsláttarflokka ásamt því að prenta út fylgibréf og límmiða.  Einfalt er að bæta við kerfið s.s. bifreiðakerfi, verkbókhaldi og/eða innheimtukerfi.

 

Svæði

Samvirkni Ehf.

Hafnarstræti 97 / 600 Akureyri
Sími 460 5200 / Símbréf 460 5201
Samvirkni@samvirkni.is

Skráning á póstlista