Launakerfið heldur utan um allar upplýsingar um starfsmenn, reiknar laun og skilar öllum þeim skýrslum sem þörf er fyrir s.s. skilagreinum til lífeyrissjóða, stéttarfélaga og banka. Hægt er að senda rafrænar skrár beint í banka, staðgreiðslu til ríkisskattstjóra, lífeyrissjóða og stéttarfélaga.
Starfsmannakerfi heldur utan um allar upplýsingar varðandi starfsmenn, s.s. ráðningasamning, ferilskrár, starfsmannaviðtöl og námsáætlun. Hægt er að skrá áminningar um t.d. næsta starfsmannaviðtal, orlofshækkun osfrv.Hægt að halda sérstaklega utan um ferðareikninga og greidda dagpeninga til starfsmanna. Kerfið auðveldar uppgjör og hreyfingalista má fá hvenær sem er, t.d. vegna fyrirspurna frá skattinum.