Birgðapantanakerfi

 

Birðgapantanakerfið heldur utan um pantanir frá birgjum, innlendum sem erlendum. Gera má pantanatillögur sem byggjast á sölusögu og breyta síðan pöntun að vild. Rúmmál og þyngd pöntunar reiknast út og hægt er að meðhöndla pakkningar af öllum gerðum. Kerfið er beintengt birgða- og tollkerfinu og prentar pantanir eftir vörunúmerum birgja og erlenda texta. Um leið og tollskýrsla er gerð eru upplýsingar pantanir sóttar í pantanakerfið sem leiðréttis þá um leið. Kerfið er hluti vörustjórnunar sem er heildarlausn frá Kerfisþróun ehf. Í pantanatillögum má skrá inn á vörunúmer einfaldar forsendur s.s. afgreiðslutíma og æskilega birgðastöðu. Við gerð pantanatillagna má síðan velja sölu tiltekins tímabils til grundvallar. Tillögu má lesa inn í pöntun og handbreyta síðan að vild.

 

Svæði

Samvirkni Ehf.

Hafnarstræti 97 / 600 Akureyri
Sími 460 5200 / Símbréf 460 5201
Samvirkni@samvirkni.is

Skráning á póstlista