Verkbókhald

 

Verkbókhald er ómissandi þáttur fyrir alla þá sem fylgjast þurfa með framvindu verka og arðsemi. Það hentar einkar vel öllum sem selja út þjónustu svo sem verkstæðum, verktökum og þjónustufyrirtækjum. Einnig er kerfið kjörið fyrir framleiðslufyrirtæki og til kostnaðareftirlits. Kerfið sýnir m.a. söluverð, tilboðsverð, kostnaðarverð, framlegð og hvað hefur verið reikningsfært. Framlegðargreiningin er einstaklega góð og hvert verk getur geymt viðhengi að óskum, s.s. verklýsingar, verksamninga og myndir. Hægt er að nota verkáætlanir í tengslum við verkbókhaldið og tilboðskerfið. Það gefur kost á að skrá sundurliðun efnis, vinnu og tækja samkvæmt áætlun. Áætlunina má sækja vélrænt í tilboðskerfið og sést þá ávallt staða verks í samanburði við áætlun. Í verkbeiðnakerfi er hægt að skrá fyrirliggjandi verkefni, áætlaðan tíma, hver á að vinna verkið og forgangsröðun. Þar er einnig hægt að skrá stöðu verks. Kerfið er beintengt verkbókhaldi, vinnuskýrslum og klukkukerfi. Kerfið gefur góða yfirsýn og hentar mjög vel til að skipuleggja verk langt fram í tímann. Auðvelt er að geyma verklýsingar. 

 

Svæði

Samvirkni Ehf.

Hafnarstræti 97 / 600 Akureyri
Sími 460 5200 / Símbréf 460 5201
Samvirkni@samvirkni.is

Skráning á póstlista