Bifreiðarkerfið er sérhannað fyrir réttingaverkstæði, bílamálun, almenn bifreiðaverkstæði og
véla- og búvélaverkstæði. Með kerfinu fylgir bifreiðaskrá, viðgerðarsaga og eigendaskrá. Samvirkni aðstoðar viðskiptavini
sína í upphafi við að lesa inn vöruskrár sem venjulega er fengin frá umboðum. Hvert verkstæði getur hannað útlit verkbeiðna
eftir sínum óskum og býður kerfið upp á að geyma staðlaðar bilanalýsingar og skilmála sem má setja á verkbeiðnir.
Einnig má nota má kerfið til bókana. Bein tenging við Cabas fylgir með vegna tjónaviðgerða.