Stólpi viðskiptahugbúnaður er hannaður af Kerfisþróun ehf. Kerfisþróun er samstarfsaðili Microsoft. Stólpi er hannaður fyrir Windows stýrikerfið og samræmdur Office skrifstofuhugbúnaðinum frá Microsoft. Sérstaða Stólpa felst í svipuðu viðmóti og Word og Excel forritin byggja á. Kunnuglegt viðmót skilar sér í tíma- og vinnusparnaði fyrir notendur.
Í staðalbúnaði Stólpa er margt innifalið
Meðal staðalbúnaðar eru fjölmargar lausnir sem alla jafna eru seldar sérstaklega í öðrum kerfum má þar nefna:
- Bein tenging við þjóðskrá og fyrirtækjaskrá
- Skýrslur má senda beint í Word, Excel eða tölvupóst
- Hver og einn getur sett sitt eigið fyrirtækismerki á reikninga
- Strikamerki, límmiðaprentun og tenging við handtölvur
- Vefskil RSK
Upplýsingar um Stólpa má einnig nálgast á vefsíðunni http://www.stolpi.is/