Markmið Samvirkni er að vera framsækið og leiðandi þekkingarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Fyrirtækið kappkostar að vinna að nýjum lausnum hvað varðar samhæfingu bókhalds, uppgjörs- og endurskoðunar við upplýsingakerfið Stólpa. Samvirkni leitast við að vera í fararbroddi með samhæfðar lausnir fyrir allar gerðir fyrirtækja sem miða að aukinni hagræðingu, einfaldari rekstri og virðisauka fyrir alla aðila.
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn Samvirkni er að að starfa náið með öðrum fyrirtækjum í þróun á heildarlausnum (e. Business to Business). Með því skapast aukið svigrúm fyrir viðskiptavini á að úthýsa ákveðnum þáttum úr rekstri fyrirtækja sinna.
Ávinningur viðskiptavina verður betri yfirsýn yfir reksturinn, lægri rekstrarkostnaður og skýrari sýn á eigin kjarnastarfsemi.
Samhliða þessum þáttum einbeitir starfsfólk Samvirkni sér að því að miðla þekkingu og færni til viðskiptavina og að aðstoða þá við að halda utan um þá rekstrarþætti sem þeir óska sjálfir eftir að hafa áfram hjá sér.
Stefnumótun
Fagleg vinnubrögð og þekkingarmiðlun eru höfð að leiðarljósi hjá Samvirkni ehf. Þarfir og væntingar viðskiptavina skipa stærstan sess í allri þjónustu fyrirtækisins. Viðskiptavinir Samvirkni eru samstarfsaðilar og er höfuðáhersla lögð á aðgengi gagna, öryggi, hagkvæmni, sveigjanleika ásamt nýjustu tækni við úrvinnslu og viðmót gagna.