Flýtilyklar
Fréttir
Áríðandi tilkynning vegna staðgreiðsluskila
26.10.2010
Í framhaldi af tilkynningu frá Ríkisskattstjóra um nýja þjónustu vegna rafrænna skila á staðgreiðslu þá verður ný útgáfa af Stólpa, útgáfa 2011.1 send út til viðskiptavina núna um mánaðarmótin. Sú útgáfa vinnur með þessari nýju vefþjónustu.
Notendur Stólpa vinna því launin þessi mánaðarmót í núverandi útgáfu(2010.2). Ef staðgreiðslan er send inn fyrir 3.nóv er hægt að nota þá sömu útgáfu. Eftir það er best að uppfæra til að geta nýtt sér þessa og fjölmarga aðra nýja möguleika í Stólpa.
Útgáfa 2011.1 verður kynnt betur á næstu dögum