Flýtilyklar
Fréttir
Samvirkni vinnur mál gegn Landsbankanum.
Dæmdur til að lækka eftirstöðvar á bílaláni
Landsbankanum var ekki heimilt að hækka vexti ólöglegs gengistryggðs bílaláns aftur í tímann. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þessa efnis í morgun. Dómurinn telur að Hæstaréttardómar um ólögleg gengistryggð húsnæðislán eigi einnig við um bílalán.
Lýsing og fleiri fjármálafyrirtæki hafa ekki viljað reikna ólögleg gengistryggð bílalán í samræmi við nýlega Hæstaréttardóma um að bönkum væri ekki heimilt að reikna vexti ólöglegra húsnæðislána afturvirkt. Í morgun kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli Samvirkni gegn Landsbankanum, um ólöglegt gengistryggt bílalán.
Samvirkni hafði fengið sendan endurútreikning á bílaláninu í janúar í fyrra, byggðan á Árna Páls lögunum svonefndu. Fyrirtækið taldi útreikninginn ofreiknaðan um eina komma átta milljónir og krafðist þess að bankinn endurgreiddi þá upphæð. Dómurinn féllst ekki á greiðsluskyldu bankans, en gerði honum að lækka eftirstöðvar lánsins um 1,8 milljónir króna.
Bragi Dór Hafþórsson, lögmaður Samvirkni, segir að dómurinn fylgi fordæmi Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion og svo dómi frá því í febrúar um það að gildi fullnaðarkvittna sé með þessum hætti; hafi men greitt og fengið fyrir því kvittun gildi þær.
Hér má sjá dóminn í heild sinni.
http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201104137&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=