Fréttir

Stólpa kynning á Akureyri

Við kynnum hina glæsilegu nýju útgáfu af Stólpa bókhaldshugbúnaðinum sem sífellt fleiri fyrirtæki eru að nýta til að leysa sín bókhalds- og upplýsingamál. Aldrei fyrr hefur fyrirtækjum boðist jafn góðar lausnir sem hægt er að sníða að eigin þörfum, bæta við kerfum og stækka að óskum.

Staður: Hótel KEA
Tími: Mánudaginn 20. nóvember kl. 15.00 – 17.00

Allir gestir fá að gjöf Kalda, hinn ljúffenga norðlenska bjór sem Bruggsmiðjan ehf. Árskógsströnd bruggar. Þeir eru einmitt nýbúnir að taka Stólpa í notkun í samvinnu við Samvirkni ehf. á Akureyri. Samvirkni býður heildarþjónustu, hýsingu, aðstoð við innleiðingu, bókhaldsaðstoð, framtal og endurskoðun. Við leggjum til Stólpann en snar þáttur í þróun hugbúnaðarins er í samvinnu við marga og trausta viðskiptavini á Norðurlandi. Við eru þess fullviss að allt mun ganga enn betur með Kalda.

Verið velkomin á magnaða kynningu.

Vinsamlegast látið okkur vita á samvirkni@samvirkni.is


Svæði

Samvirkni Ehf.

Hafnarstræti 97 / 600 Akureyri
Sími 460 5200 / Símbréf 460 5201
Samvirkni@samvirkni.is

Skráning á póstlista